Verðmæti umbúða
Drykkjarumbúðir eru ekki aðeins endurunnar til gagns fyrir náttúruna, þær eru einnig verðmæti. Útflutningsverðmæti þeirra nemur þannig á hverju ári um 250 millj.kr. En umbúðir eru misjafnar. Mest fæst fyrir ál og glært plast úr PET efni (merkt með tölustafnum 1 á umbúð), en það eru algengustu plast umbúðirnar. Strax og plastið er litað, minnkar verðmæti þeirra.
Viðskiptavinum er mörgum umhugað um náttúruvernd og er það mjög jákvætt. Þeir koma jafnvel með aukaumbúðir til okkar í góðri trú um að þeir séu þannig að hjálpa náttúrunni. En Endurvinnlan safnar eingöngu drykkjarumbúðum og selur t.d. eingöngu PET í plasti. Aðrar plast umbúðir eiga að fara í plast gáma á grenndarstöðvum og þannig í aðra flokkun sem við erum ekki með.
Endurvinnslan tekur við plastpokum frá viðskiptavinum eins og svörtum ruslapokum og er það endurunnið. Gæta þarf að því að ekki sé blandað öðrum efnum með þegar plastpokar eru skildir eftir hjá okkur því slíkt eyðilegggur endurvinnslu. Má þar nefna maís/sterkju poka sem eru óendurvinnalegir og eru hugsaðir undir heimilissorp. Ef þið viljið vera umhverfisvæn, er best að nota fjölnota poka.
Nýtt gler er tiltölulega auðvelt að vinna og því fæst lítið sem ekkert fyrir útflutning á notuðu gleri. Það er því töluverður kostnaður fyrir Endurvinnsluna að fá auka gler t.d. krukkur með drykkjarumbúðum. Vinsamlegast farið því með slíkt í flokkun sveitarfélaga.
Þar sem drykkjarumbúðir eru verðmæti er mikilvægt að meðhöndla þær af virðingu. Skítugar umbúðir, sígarettur og annað rusl sem sett er í þær rýrir verðmæti vörunnar. Við biðjum ykkur því um að reyna að halda umbúðum hreinum og skíta umbúðir ekki út að óþörfu. Slíkt tryggir hámarks verðmæti.