• Móttökustöðvar
  • Talningavélar
  • Fróðleikur
  • Um okkur
  • English
  • Framleiðendur
  • Jafnlaunavottun
  • Kuðungurinn 2016
  • Samfélagslegt hlutverk
  • Eigendur
  • Umhverfisstefna - ISO 14001
  • Kolefnisjöfnun
  • Persónuverndaryfirlýsing
  • Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun
  • Heim
  • Um okkur
  • Kolefnisjöfnun

Kolefnisjöfnun

Endurvinnslan hf. hefur sett það inn í umhverfisstefnu sína að kolefnisjafna starfsemi sína.

Flókið er að reikna út nákvæman ávinning af því að endurvinna drykkjarvöruumbúðir, en samkvæmt alþjóðlegum útreikningum er talið að kolefnisjöfnun af hverju tonni af endurunni áli sé um 9 tonn Co2 á hvert endurunnið tonn, um 2,5 tonn af Co2 fyrir hvert endurunnið tonn af PET plasti og um 0,41 tonn af Co2 fyrir hvert endurunnið tonn af glrei. . Í heild er þetta því fyrir Ísland um 21.000 tonna nettó ávinningur á ári af Co2 við endurvinnslu drykkjarumbúða. (Samkvæmt skýrslu sem unnin var af verkfræðistofuni EFLU fyrir Endurvinnsluna). Taka verður þessu með fyrirvara þar sem að unnið er með alþjóðlegar meðaltalstölur eða notaðar bestu nálganir. Til að setja þennan ávinning í samhengi, þá er kolefnisjöfnun vegna endurvinnslu plast, áls og glers samsvarandi kolefnisbindingu um 10,5 milljón trjáa á ári.

Endurvinnslan hf. kolefnisjafnar einnig eigin rekstur og er þá miðað við hita og rafmang í því húsnæði sem notað er til að vinna drykkjarumbúðir til útflutnings, flugferðir starfsmanna, bifreiðanotkun eigin bíla og notkunar starfsmanna á bifreiðum til og frá vinnu og vegna sorps sem myndast við reksturinn. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Endurvinnsluna hf., um kolefnisspor eigins reksturs, er kolefnisbinding jákvæð (binding umfram losun) um 51 tonn á ári.
  • Endurvinnslan hf
  • Knarrarvogi 4
  • 104 Reykjavík
  • 588 8522
  • Fax: 588 8966
  • evhf@evhf.is