Jafnlaunavottun
Þann 19. desember árið 2013 hlaut Endurvinnslan hf. Jafnlaunavottun VR. Vottunin staðfestir að hjá Endurvinnslunni fá karlar og konur sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Endurvinnslan skuldbindur sig til að greiða jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf, óháð kyni, þjóðerni eða öðrum órökstuddum viðmiðum. Allir stjórnendur Endurvinnslunnar skuldabinda sig til þess að framfylgja henni en ábyrgðaraðili er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Endurvinnslan skuldbindur sig til þess að :
- Gera stöðugar endurbætur hvað varðar jafnlaunakerfið í heild sinni
- Fylgja lögum og reglum um launagreiðslur, kjör og jafnrétti
- Framkvæma launagreiningu árlega
- Bregðast við athugasemdum um órökstuddan launamun
- Framkvæma reglubundna innri úttekt á jafnlaunakerfi fyrirtækisins
- Kynna starfsfólki jafnlaunastefnuna