• Móttökustöðvar
  • Talningavélar
  • Fróðleikur
  • Um okkur
  • English
  • Framleiðendur
  • Ál
  • Plast
  • Gler
  • Hringrásarhagkerfið
  • Verðmæti umbúða
  • Safnanir
  • Umbúðir án skilagjalds
  • Heim
  • Fróðleikur
  • Gler

Gler

Gler er 100% endurvinnanlegt og hægt er að endurvinna það “endalaust” án þess að það tapi gæðum. Það getur hins vegar tekið glerflösku allt að milljón ár að leysast upp í umhverfinu. Gler er þó ekki mjög skaðlegt umhverfinu. Gerðar hafa verið ýmsar prófanir með gler í malbik og í steinteppi. Skoðað hefur verið með að nota gler í glerull eða í iðnaðarsápu. Hafir þú hugmyndir um hvernig endurvinna megi gler, tökum við hjá Endurvinnslunni fagnandi öllum ábendingum.

Endurvinnslan er búin að gera samning um geymslu og útflutning glers til endurvinnslu frá Helguvík. Hefst söfnun þar um mitt sumar árið 2022 og stefnt að því að flytja út a.m.k. 5.000 tonn á ári.

Enn er verið er að vinna í lagasetningu sem skyldar endurvinnslu glers samkvæmt tilskipun ESB. Framleiðendur tóku þá stóru ákvörðun að fara af stað áður en sú lagasetning lá fyrir og hafa því sýnt með því vilja í verki til að endurvinna allar sínar vörur.

Kostnaðarsamt er að taka við gleri og því hefur Endurvinnslan hf. ekki tekið við öðru gleri en því sem tilheyrir skilakerfi drykkjarumbúða. Glerkrukkur, glerflöskur, lyfjaglös, og önnur glerílát þarf því að fara með á gámastöðvar eða í grenndargáma sveitarfélaga.

  • Endurvinnslan hf
  • Knarrarvogi 4
  • 104 Reykjavík
  • 588 8522
  • Fax: 588 8966
  • evhf@evhf.is